Tuesday, January 11, 2011

Fire

This fire literally was put out just now, and was directly across the street from my flat.

Mjög mikill sinubruni er nú í Vatnsmýrinni í Reykjavík, nálægt Norræna húsinu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru „fjölmargir" slökkvibílar á vettvangi.

Lögregla biðlar til fólks að vera ekki að keyra um svæðið, hvað þá að fara út úr bílunum. Mikil hætta getur skapast þegar eldur er laus og þá þarf slökkvilið einnig að fá nægt pláss til að sinna sínum störfum.

Kyrrstæðir bílar eru á svæðinu sem eru í hættu. Engin hús eru í hættu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Nánari upplýsingar þegar þær berast.

xxx

„Ég rétt náði að fara bílinn minn, hann stóð þarna einn í eldinum," segir íbúi á stúdentagörðunum við Suðurgötu. Hann segist hafa fyrst orðið var við eldinn í vatnsmýrinni þegar nágranni sinn dinglaði á bjölluna hjá sér og tilkynnti að það væri kviknað í túninu fyrir framan hana.

„Þegar ég opnaði svo hurðinu fylltist bara íbúðin af reyk," segir nemandinn en eldurinn hefur náð að breiða sér um stórt svæði. „Það leit út fyrir að það hafi verið kveikt í, þetta var alveg hringlega eldur yfir rosalega stórt svæði."

Slökkviliðið er búið að slökkva eldinn. Flugvallarslökkvibíll kom á svæðið og sprautaði yfir eldinn. Verið er að slökkva í síðustu glæðunum núna.

xxx

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og á flugvellinum í Reykjavík
hafa slökkt eldinn sem logaði í Vatnsmýri í kvöld að mestu. Enn logar í glæðum á svæðinu. Mikill sinubruni kviknaði um hálf tólf í kvöld skammt frá Öskju og barst með vindi í átt að Eggertsgötu.

Eldsupptök eru óljós, en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er ekki ólíklegt að flugeldur hafi hrapað á svæðinu.

Um fimmtán slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðinni. Þrír dælubílar frá Slökkviliðihöfuðborgarsvæðisins fóru á vettvang og einn tankbíll. Þá var stór slökkvibíll frá Reykjavíkurflugvelli notaður til að slökkva eldinn.

Lögreglan lokaði stóru svæði í kringum eldinn, en margir fjölmenntu á svæðið til að sjá eldinn. Mikill reykur barst frá svæðinu og yfir hús á svæðinu.

No comments:

Post a Comment